03.04.1922
Efri deild: 35. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 238 í C-deild Alþingistíðinda. (1252)

46. mál, afnám kennaraembættis í hagnýtri sálarfræði

Halldór Steinsson:

Jeg get sagt hið sama og hæstv. forsrh. (S. E.), að jeg var á móti stofnun þessa embættis á þingi 1917; en svo skilja leiðirnar. — Skoðun mín er óbreytt. Jeg álít þetta embætti óþarft enn, eins og þá.

Að vísa þessu máli til stjórnarinnar, er að vísu kurteis aðferð við að fella það, því eftir undirtektum hæstv. forsrh. (S. E.), þá er naumast við því að búast, að frá stjórninni komi till. um að leggja þetta embætti niður.