03.03.1922
Neðri deild: 13. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 281 í C-deild Alþingistíðinda. (1297)

40. mál, hæstiréttur

Magnús Jónsson:

Það var að eins eitt atriði í ræðu minni, sem halda mátti að hv. frsm. (P. O.) svaraði í alvöru — og það misskildi hann. Jeg sagði, að heppilegra mundi að veita fremur rosknum mönnum dómaraembætti, en aftur á móti þyrftu menn að koma fremur ungir í kennaraembætti. Þetta verður ómögulegt að samræma, ef sömu mönnum verða falin bæði störfin.

Þá var það heldur enginn orðaleikur hjá mjer um það, að ekki gætu aðrir orðið kjörgengir til rektors og deildarforseta en prófessorar. — Þetta er að vísu form, en því er nú svona varið samkvæmt háskólalögunum, og því verður eigi hjá því komist að breyta þeim. Háttv. frsm. (P. O.) sagði, að einn háskólakennaranna hefði samið frv. Þetta má vel vera, en það kemur hvergi í ljós. Og hafi hann gert það, þá held jeg næstum því, að hann hafi verið að skemta sjer að því, að spila með þessa hv. þm.