18.02.1922
Neðri deild: 4. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 340 í C-deild Alþingistíðinda. (1350)

8. mál, kennaraskóli

Þorsteinn Jónsson:

Jeg mundi helst kjósa, að heimtað væri gagnfræðapróf eða annað álíka próf sem inntökupróf í kennaraskólann, og er jeg að því leyti samþykkur hv. þm. Dala. (B. J.), en hitt vil jeg eigi, að kennaraskólinn sje lagður niður, eða því sem næst. Væri hann 3 ára skóli, bygður ofan á gagnfræðaskóla, þá ættu nemendur frá honum að eiga aðgöngu að háskólanum.

Hv. þm. Dala. (B. J.) sagði, að það hefði ekki farið fram kensla í sálarfræði við kennaraskólann, (B. J.: Jeg sagði, að hún væri ekki nefnd í frv.), en þetta er eigi rjett, því að uppeldisfræði er að miklu leyti sálarfræði, og í henni hefir ætíð verið kensla í kennaraskólanum, og meira að segja hefir hún verið aðalnámsgrein þar. Hins vegar teldi jeg mjög æskilegt, ef kensla í henni yrði aukin, og það mundi hægt, ef strangari inntökuskilyrða í skólann yrði krafist.