25.03.1922
Neðri deild: 32. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 350 í C-deild Alþingistíðinda. (1379)

47. mál, myntlög

Frsm. (Jón Auðunn Jónsson):

Mjer skildist á hv. 3. þm. Reykv. (J. Þ.), að hann óttaðist kostnaðinn, sem af myntsláttunni leiddi. Má vel vera, að hann hafi rjett fyrir sjer í því, þótt háttv. þm. Dala. (B. J.) vilji ekki kannast við það. — Jeg skal í því sambandi benda á, að gull er nú í mjög háu verði, og er ekki ólíklegt, að það lækki eitthvað á næstu 2–3 árum. Væri þá ver farið, ef við rjeðumst þegar í stað í að slá mynt.

Háttv. flm. (B. J.) sagði, að þetta mál þyrfti einskis undirbúnings við. — Jeg skal játa, að jeg er ekki vel að mjer í þessum efnum, en jeg hefi átt tal við hæstv. fjármálaráðherra (Magn. J.), og hann taldi undirbúning nauðsynlegan.

Það, sem hv. flm. (B. J.) talaði um að spyrja Dani, tel jeg ekki svaravert.

Vona jeg, að háttv. þdm. verði nefnd inni sammála um að fresta samþykki laganna.