12.04.1922
Neðri deild: 47. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 528 í C-deild Alþingistíðinda. (1516)

83. mál, skipun matsnefndar á erlendum gjaldeyri

Ingólfur Bjarnarson:

Eins og greinargerð frv. ber með sjer, þá var nokkur ágreiningur meðal nefndarmanna um sum ákvæði þess. Er jeg einn þeirra nefndarmanna, sem ekki gátu orðið ánægðir með 3. gr. frv., sem sje um skipun nefndarinnar. Og ósamþykkur var jeg greinargerð frv., þar sem hún gerir ráð fyrir, að þetta komi þá fyrst til framkvæmda, þegar búið sje að samningsbinda lausar skuldir þær, er skaðlegar geti orðið fyrir gengi íslensku krónunnar. Lít jeg svo á, að úr því sje til lítils gagns að setja nefnd þessa á laggirnar. Í samræmi við þá afstöðu mína til frumvarpsins og greinargerðarinnar, sem jeg hjer hefi lýst, mun jeg greiða atkvæði með því, að málinu verði vísað til stjórnarinnar.