02.03.1922
Efri deild: 11. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 720 í C-deild Alþingistíðinda. (1652)

36. mál, sveitarstjórnarlög

Flm. (Björn Kristjánsson): Hjer stendur líkt á og 1903. Þá sat milliþinganefnd á rökstólum að undirbúa breytingar á sveitarstjórnarlögunum. Þá kom fram frv. um breytingar á nefndum lögum, og mætti mótspyrnu af sömu ástæðum. Þó var samþykt með 13:10 atkv. að skipa nefnd í málið. Frv. varð svo að lögum og var síðan felt inn í sveitarstjórnarlögin 1905, 36. gr.

Viðvíkjandi ákvæðinu um útsvarsskyldu kaupfjelaganna, þá var það af vangá, og fór jeg að hugsa um það eftir að frv. var komið í prentsmiðjuna, hvort það kæmi eigi í bága við umrædd lög. En þetta má fella burt í nefnd, og vona jeg, að frv. verði látið ganga til nefndar, þrátt fyrir mótmæli hv. 1. landsk. varaþm. (S. F.).