03.03.1922
Neðri deild: 13. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í D-deild Alþingistíðinda. (1678)

42. mál, landhelgisgæsla

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg gleymdi áðan að svara fyrirspurn hv. þm. Borgf. (P. O.) um, hvort stjórnin hefði leitað sjer nokkurra upplýsinga um kaup eða byggingu á skipi til strandgæslu.

Jú, stjórnin hefir gert það og lagt þau plögg fyrir sjávarútvegsnefnd, sem jeg hygg, að hún muni telja fullnægjandi, ef á þá sveifina verður hallast að kaupa skip í þessum tilgangi.

Þá nefndi hv. þm. Borgf. (P. O.), að hjer hefðu verið tveir foringjar, sem hefðu gætt skyldu sinnar af mikilli alúð. En þeir voru þrír, og höfðu allir sama áhuga á að koma að sem bestum notum.

Það hefir verið bent á, að eins mætti taka fje það, sem til þessa yrði varið, af sektum þeim, er inn kæmu fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi, og sje jeg fyrir mitt leyti ekkert á móti því, en vona, að komandi stjórn ráði fram úr þessu efni á sem heppilegastan hátt.