03.03.1922
Neðri deild: 13. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 19 í D-deild Alþingistíðinda. (1684)

42. mál, landhelgisgæsla

Frsm. (Magnús Kristjánsson):

Jeg felst á, að ekki fari fram nema fyrri umræða í dag. Brtt. geta þá komið fram við síðari umr. Jeg hefi nú að vísu litla trú á, að þær gætu orðið til bóta.

Jeg verð eindregið að mótmæla þeirri skoðun hv. þm. Borgf. (P. O.), að ófært sje að samþykkja síðari hluta tillögunnar, eins og hann er. Það er mjer nokkuð torskilið, hvað þeir menn meina, sem heimta miklar framkvæmdir, en vilja þó ekkert leggja fram, þegar til kemur, til þess að þeim geti orðið framgengt. Mjer virðist því, að framkoma þessa hv. þm. (P. O.) lýsi ekki eins miklum áhuga fyrir málinu eins og hann vill láta líta út fyrir.