04.03.1922
Neðri deild: 14. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 32 í D-deild Alþingistíðinda. (1698)

42. mál, landhelgisgæsla

Jón Þorláksson:

Hv. þm. Dala. (B. J.) var eitthvað að orða sæmd landsins við þetta mál, og það gefur mjer tilefni til að standa upp. Mín skoðun er sú, að þó að við höfum samið af okkur nokkurn hluta af okkar gömlu rjettindum með sambandslögunum, þá hefir á þessu sviði ekkert rjettindaafsal komist inn í lögin sjálf. Við áttum áður rjett á því, að Danir kostuðu einir gæslu fiskiveiða í íslenskri landhelgi; sá rjettur var vel fenginn, og þann rjett höfum við enn, samkvæmt sambandslögunum. Að því er snertir sæmd landsins í sambandi við þetta mál, þá tel jeg, að bæði skylda okkar og sæmd landsins útheimti, að við höldum nokkuð fast við þau rjettindi, sem við höfum, en afsölum okkur þeim ekki. Mjer virðist það alltildurkent, og síst borgið sóma vorum með því að gefa upp einhver rjettindi eingöngu vegna þess, að þau eru oss einhvers virði fjárhagslega.