04.03.1922
Neðri deild: 14. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 34 í D-deild Alþingistíðinda. (1700)

42. mál, landhelgisgæsla

Jón Auðunn Jónsson:

Jeg sje mjer ekki fært að samþykkja brtt. á þskj. 64 eða 66, af þeim ástæðum, að jeg er ekki viss um, að með samþykt þeirra fáist það, sem okkur er nauðsynlegt, en það er bætt landhelgisgæsla þegar í stað. Jeg álít hættulaust að gefa stjórninni heimild til fjárframlaga í þessu skyni, en vona þó, að ekki þurfi til neinna verulegra fjárframlaga af okkar hendi að koma. Það vil jeg undirstrika og leggja fylstu áherslu á, að þeir samningar, sem gerðir kunna að verða við Dani í þessu máli, skerði á engan hátt rjett okkar til að auka landhelgisgæsluna, með fjárframlögum frá okkur, á þann hátt, sem við teljum okkur nauðsynlegt og hagkvæmt.