06.03.1922
Efri deild: 14. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 36 í D-deild Alþingistíðinda. (1707)

42. mál, landhelgisgæsla

Forseti (G. B.):

Það er rjett hjá hv. þm. Snæf. (H. St.), að það er leitt að þurfa að hraða málinu svo mjög, en við því verður ekki gert, sem komið er. Jeg hefi aðeins flutt deildinni orðsendingu hæstv. stjórnar, en það er á valdi hv. deildarmanna, hvort þeir vilja fresta málinu, t. d. þangað til í eftirmiðdag. Jeg teldi það heppilegra en að fresta því til morguns, en úr því verður fundurinn að skera.