28.03.1922
Neðri deild: 34. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 303 í B-deild Alþingistíðinda. (179)

1. mál, fjárlög 1923

Forseti:

Það hefir komið fram tillaga frá átta háttv. þm. um að hætta umræðum um fjárlögin. En nú þegar hafa 8 hv. þm. kvatt sjer hljóðs. Fimm þeirra hafa ekki tekið til máls áður, tveir eiga ósvarað máli annara háttv. þm. og einn er háttv. frsm. (B. J.). Legg jeg því þann skilning í till., að hún komi ekki til framkvæmda fyr en þessir háttv. þm. hafa talað.

Till. er undirskrifuð af J.Þ., P.Þ., E.Þ., Ing.B., Þorl.G., P.Ó., Ó. P. og J. S. og hljóðar svo:

„Vjer leggjum til, að umræðum um frv. til fjárlaga verði slitið“.

Leyfi jeg mjer þá að bera till. undir atkvæði og mun viðhafa nafnakall.