06.04.1922
Neðri deild: 42. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í D-deild Alþingistíðinda. (1844)

75. mál, rannsókn á máli Árna Theódórs Péturssonar

Frsm. (Bjarni Jónsson):

Mjer sýnist þetta mál ekki flókið. Hæstv. stjórn getur vel rannsakað, hvað farið hefir á milli þessa manns og fræðslumálastjóra, og sjerstaklega þar sem skift hefir verið um menn í stjórninni. Mjer finst ekki til mikils mælst, þótt farið sje fram á, að þingið sinni þessu máli, svo sem till. gerir ráð fyrir. Og þótt fræðslumálastjóri sje fús til að skýra og verja sínar gerðir, eins og hæstv. forsrh. (S. E.) sagði, þá sannar það ekkert. Hæstv. stjóra verður þá að leggja nýtt mat á gerðir hans. Og þetta mætti jafnvel skipa sömu stjórn að gera.