11.04.1922
Efri deild: 42. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 152 í D-deild Alþingistíðinda. (1864)

75. mál, rannsókn á máli Árna Theódórs Péturssonar

Jóhannes Jóhannesson:

Þessi maður fór fram á fjárveitingu í beiðni sinni til Alþingis, og taldi fjárveitinganefnd sjer því skylt að rannsaka málið. Eins og frsm. nefndarinnar (H. St.) tók fram, lítur nefndin svo á, að málið sje að fullu rannsakað af hennar hálfu, og telur því þýðingarlaust, að málinu sje vísað til hennar til frekari rannsókna, en hefir óbundin atkvæði um þingsályktunartillöguna.