22.04.1922
Sameinað þing: 11. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 154 í D-deild Alþingistíðinda. (1874)

92. mál, rannsókn á máli A. L. Petersens

Jón Þorláksson:

Þá vil jeg leyfa mjer að vekja athygli á því, að mjög er óvíst, hvort leyfilegt er að taka þetta mál fyrir í þinginu, þar sem það hefir þegar fallið í annari deild þingsins. Í 28. gr. þingskapanna er ákveðið, að lagafrv. sem önnurhvor deildin hefir felt, megi ekki takast til meðferðar á sama þingi, og þótt þetta sje ekki beint tekið fram um þingsályktunartillögur, þá virðist hið sama verða að gilda um þær.