25.04.1922
Sameinað þing: 13. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 155 í D-deild Alþingistíðinda. (1879)

92. mál, rannsókn á máli A. L. Petersens

Jakob Möller:

Jeg ætla ekki að stofna til langra umr. Hv. þm. mun kunnugt, hvernig á máli þessu stendur. Till. í þessa átt var samþ. í hv. Nd., en í Ed. var hún feld, líklega aðallega fyrir slysni. Þó má vera, að sú hafi ástæðan verið, að hv. Ed. hafi ekki þótt rjett að fela stjórninni fjárhagsatriði málsins.

Af þessum ástæðum hefir till. nú verið tekin upp og borin fram í Sþ., en þó með þeirri breytingu, að stjórninni sje aðeins falið að rannsaka þetta mál, og er það tilætlunin, að hún skýri frá úrslitum þeirrar rannsóknar á næsta þingi, og það taki þá ákvörðun um skaðabótagreiðslu, ef rjett þykir.

Eins og áður hefir verið bent á undir umr. málsins í Nd., þá er hjer aðeins um það að ræða, hvort einn starfsmaður ríkisins hafi verið órjetti beittur eða eigi. Og það eitt út af fyrir sig ætti að vera næg ástæða til þess að taka þessa rannsókn upp, að hv. 1. þm. Skagf., fyrv. fjrh. (M. G.) hefir lýst yfir því hjer í ræðu, að sjer virtist, að þessi maður hefði verið talsvert hörðu beittur.