24.02.1922
Efri deild: 7. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 203 í D-deild Alþingistíðinda. (1915)

33. mál, skipun viðskiptamálanefndar

Flm. (Halldór Steinsson):

Þessi till. þarf ekki langa framsögu, því allir vita, að viðskifti landsmanna bæði inn á við og út á við, eru í hinni mestu kreppu, og engum skyldara en Alþingi að ráða bót á því. Líklegt er, að ýms mikilsvarðandi mál, er snerta fjárhag landsins, liggi fyrir þessu þingi, en þar eð þessi mál tilheyra ekki neinni fastri nefnd í þinginu sjerstaklega, þá er það ljóst, að kjósa verður hjer nýja. Starf þessarar nefndar verður mikið, og fylgir því hin mesta ábyrgð, og er lausn þeirra mála ekki aðeins þýðingarmikil fyrir einstaklinginn, heldur og fyrir ríkisheildina.

Að svo mæltu finn jeg enga þörf á því að færa frekari ástæður fyrir þessari tillögu.