05.04.1922
Neðri deild: 41. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 292 í D-deild Alþingistíðinda. (1975)

74. mál, rannsókn á skaðabótamáli A. L. Petersens

Frsm. (Magnús Pjetursson):

Jeg vil út af ummælum hv. 3. þm. Reykv. (J. Þ.) neita því, að framsöguræða mín hafi verið lituð. Jeg talaði alveg hlutlaust. Fjárveitinganefnd kom ekki heldur í greinargerð sinni með nokkrar aðdróttanir. Hún gat engan dóm lagt á mál þetta og vildi ekki heldur gera það. En hún vildi, að rannsókn færi fram, svo að hlutaðeigandi maður fengi tækifæri til þess að hreinsa sig af ámælinu, ef það væri tilhæfulaust. Jeg hygg, að fjárveitinganefnd geri landssímastjóra meiri greiða með því en hv. þm. (J. Þ.) með framkomu sinni hjer.