21.04.1922
Sameinað þing: 10. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 312 í D-deild Alþingistíðinda. (1993)

52. mál, hin íslenska fálkaorða

Flm. (Gunnar Sigurðsson):

Jeg skal hvorki vera langorður nje stofna til þess, að deilur hefjist um þetta mál. Rök hv. andmælenda voru líka veigalítil.

Hæstv. forsrh. (S. E. sagði, að konungur hefði stofnað þessa orðu, en auðvitað hefir hann gert það eftir tillögu forsætisráðherra.

Röksemdir hv. 1. þm. Skagf. (M. G.) get jeg naumast tekið alvarlega. Hann sagði, að þessa öldu hefði átt að vekja í upphafi, þegar málið var fyrst til umræðu. En það var einmitt ekki gert vegna þess, að þá var ráðgert að veita aðeins útlendum mönnum þessa orðu.

Að „húmbúg“ geti ekki verið á öðrum sviðum, nefndi jeg ekki, og viðvíkjandi þeirri uppástungu hv. þm. (M. G.), að kjósa mig í þessa orðunefnd, þá tel jeg rjettara, að aðrir verði fyrir því vali, t. d. þm. Borgf. (P. O.).