03.04.1922
Neðri deild: 39. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 432 í D-deild Alþingistíðinda. (2049)

72. mál, prentunarkostnaður ríkissjóðs

Jakob Möller:

Jeg get ekki felt mig við orðalag þessarar till. Mjer skilst, eftir orðalagi hennar, að þar sje því beinlínis yfir lýst, að fyrv. stjórn hafi ekki komist að viðunanlegum samningum við prentsmiðjumar, og hið sama vantraust sje borið á núverandi stjórn í þessu efni, og mig furðar satt að segja, ef hæstv. stjórn getur felt sig við slíkt orðalag.

Um hinn lið till. er jeg sammála hv. samþm. mínum (J. Þ.). Slíkt fyrirtæki mundi aldrei borga sig í höndum ríkisins. Sú prentsmiðja hefði og ekki nægilegt að starfa fyrir ríkið, og yrði því að koma fram sem keppinautur við einstaka menn eða fjelög. Og ef hún þarf að starfa í slíkri samkepni, þá hygg jeg, að oft muni misjafnlega til takast, og ágóðinn verða vafasamur af slíkri stofnun.