10.04.1922
Efri deild: 41. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 357 í B-deild Alþingistíðinda. (208)

1. mál, fjárlög 1923

Guðmundur Guðfinnsson:

Jeg vil aðeins leiðrjetta það, sem háttv. frsm. (H. St.) hafði eftir mjer, að jeg teldi eftirlitsferðir óþarfar. Það, sem jeg sagði, var, að jeg vildi ekki að verið væri að gefa undir fótinn með háum fjárstyrk til að fara eftirlitsferðir að óþörfu. En svo hefir oft verið, að þær nauðsynlegustu hafa eigi ávalt setið í fyrirrúmi. Annars hefir stjórnin heimildir þessu viðvíkjandi.

Hvað Flóabrautina snertir tel jeg ilt, ef styrkurinn til hennar verður feldur niður. Það er í raun og veru fremur lítill sparnaður og mikil óþægindi fylgja því, og jafnvel vafasamur sparnaður eftir mínum skilningi á vegalögunum, eins og jeg hefi áður tekið fram.