10.04.1922
Efri deild: 41. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 359 í B-deild Alþingistíðinda. (212)

1. mál, fjárlög 1923

Forsætisráðherra (S. E.):

Út af ummælum þeim, sem farið hafa hjer fram um það, hvernig skilja beri styrkinn til sjúkrahúsa í 12. gr. 13 a, lýsi jeg því yfir. að jeg tel að hjer sje um áætlunarupphæð að ræða, og ef enginn háttv. þdm. andmælir þeim skilningi, lít jeg svo á, að honum með því sje slegið föstum.

Hvað viðvíkur fyrirspurn háttv. frsm. (H. St.) um styrk til landhelgisgæslu, í sambandi við þingsályktunartill. þá, er samþykt var í byrjun þings, get jeg engu svarað ákveðnu á þessu stigi málsins. Sendiherra vor hefir átt tal um það við dönsku stjórnina, en ekkert er enn ákveðið í því efni, og býst jeg ekki við að geta gefið frekari upplýsingar um það við næstu umræðu.