12.04.1922
Efri deild: 43. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 408 í B-deild Alþingistíðinda. (242)

1. mál, fjárlög 1923

Karl Einarsson:

Jeg vil aðeins benda á, út af orðum hæstv. forseta (G. B.), að jeg tel það rjett, sem hann sagði, að þingmenn vilji hlífast við útgjöldum nú úr ríkissjóði. Og get jeg sem dæmi upp á það nefnt, að Vestmannaeyingar hafa kostað lækni hjá sjer og borgað honum úr bæjarsjóði 3000 kr. á ári, án þess að sækja um nokkurn styrk til þingsins — og höfum við lofað honum þeim launum næstu 5 ár. Einnig höfum við bygt bryggju, sem hefir kostað 36 þús. kr., og var mjer falið að sækja um 1/3 af því sem styrk úr ríkissjóði, eins og venja er til. En jeg hefi ekki farið fram á slíkt af sparnaðarástæðum.