11.03.1922
Neðri deild: 20. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 458 í B-deild Alþingistíðinda. (324)

50. mál, jörðin Bakki með Tröllakoti lögð undir Húsavíkurhrepp

Flm. (Ingólfur Bjarnarson):

Það er ástæðulaust að fjölyrða um frv. þetta.

Greinargerð sú, er frv. fylgir, skýrir höfuðatriði málsins, bæði hvað snertir nauðsyn Húsavíkurhrepps að fá jarðir þessar, Bakka með Tröllakoti, lagðar undir hreppinn, svo og hitt, að fult samþykki hins aðiljans, Tjörneshrepps, hefir fengist til fyrirhugaðrar breytingar. Og vil jeg einmitt leggja áherslu á það atriði sem þýðingarmikið fyrir málið.

Þá má og benda á það, að sýslunefnd S.-Þ. hefir fyrir sitt leyti mælt með því, að breyting þessi nái fram að ganga, og er þá þeirri formhlið málsins einnig fullnægt.

Vænti jeg svo, að háttv. deild taki frv. þessu vel og leyfi mjer að óska, að því verði vísað til allshn. að þessari umr. lokinni.