29.03.1922
Efri deild: 32. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 477 í B-deild Alþingistíðinda. (387)

59. mál, bæjarstjórn í Hafnarfirði

Björn Kristjánsson:

Frv. þetta er borið fram í háttv. Nd. eftir ósk bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði. Menn sjá það á athugasemdunum við frv., að hjer er um litla breytingu að ræða, og er hún aðeins til þess að samræma lögin við yngri lög, sem gilda fyrir aðra kaupstaði. Jeg þarf ekki að tala um þetta frekar. Það hefir verið venja að láta kaupstaðina ráða sem mestu um löggjöf sína, og er ekki ástæða til að bregða út af því. Ef háttv. þingdm. líst svo, að málið skuli fara til nefndar, þá ætti það helst heima í allsherjarnefnd, en jeg geri það ekki að till. minni.