22.03.1922
Neðri deild: 29. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 485 í B-deild Alþingistíðinda. (413)

23. mál, prestsmata á Grund í Eyjafirði

Pjetur Ottesen:

Það gleður mig að heyra, að nefndin hefir gert sjer það ljóst, hvað af samþykt þessa frv. getur leitt, og hún hyggst til að færa þetta „rjettlæti“ út á víðara svið og að hún hafi það í undirbúningi. Og nú vil jeg skjóta því fram, hvort ekki muni þá rjettast að láta það dragast að samþykkja þetta frv., þar til það mál er að fullu undirbúið, svo að hægt verði að taka það alt upp í einu lagi. Ef hv. deildarmönnum sýnist svo, þá má láta þetta mál ganga til 3. umræðu nú, en taka það svo ekki aftur á dagskrá fyr en þessum frekari undirbúningi nefndarinnar er lokið.