22.03.1922
Neðri deild: 29. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 485 í B-deild Alþingistíðinda. (414)

23. mál, prestsmata á Grund í Eyjafirði

Frsm. (Þorleifur Guðmundsson):

Jeg mótmæli þessari uppástungu hv. þm. Borgf. (P. O.) stranglega fyrir hönd nefndarinnar. Það stendur hjer alveg sjerstaklega á. Það er hjer að ræða um tilboð frá manni, sem býður að gefa upp 36 þúsund króna skuld, ef þetta nái fram að ganga. Er og ekki víst, hve lengi það tilboð kann að standa, og tel jeg algerlega rangt að drepa svo hendi við því. Vonast jeg fastlega til, að háttv. deildarmenn standi fast saman í þessu máli og láti ekki háttv. þm. Borgf. (P. O.) telja sjer hughvarf með fánýtum rökum.