22.03.1922
Neðri deild: 29. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 485 í B-deild Alþingistíðinda. (415)

23. mál, prestsmata á Grund í Eyjafirði

Pjetur Ottesen:

Það gæti nú kannske vakið grun hjá mönnum, hversu hv. frsm. tók það óstint upp að fresta samþykt máls þessa, um að lítt fylgdi hugur máli hjá nefndinni með frekari aðgerðir í þessu máli. En geta vil jeg þess, viðvíkjandi þeim orðum háttv. frsm., að þessi kirkjueigandi ætli sjer að gefa upp þessa skuld, sem hann nefndi, jeg tók eftir 36 þús. kr., ef hann fengi þessu framgengt, að mig furðar satt að segja ekkert á því tilboði. Hann hefir nú einu sinni reist kirkjuna, og ber því eins og öðrum kirkjueigendum skylda til að halda henni við. Hann getur því ekki talið til skuldar fyrir þetta hjá neinum öðrum en sjálfum sjer, og kirkjuviðhaldinu getur hann alls ekki ljett af sjer eða komið yfir á söfnuðinn, nema söfnuðurinn vilji ganga að því af frjálsum vilja.

Hjer er því ekki um neina raunverulega eftirgjöf að ræða, síst við söfnuðinn, eins og hv. frsm. hefir látið telja sjer trú um. Annars geri jeg þetta ekki að neinu kappsmáli, þótt rjettast væri hinsvegar að útkljá þetta mál á breiðari grundvelli, og þá í einu lagi, úr því þingið vill ganga inn á þessa braut.