25.02.1922
Efri deild: 8. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 490 í B-deild Alþingistíðinda. (426)

6. mál, almenn viðskiptalög

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Eins og nefndarálitið skal framsöguræðan verða stutt.

Með frv. því, er hjer liggur fyrir, er bætt úr ýmsum göllum, sem urðu á almennum viðskiftalögum, nr. 31, frá 11. júlí 1911, þegar þau voru sett. Er gerð grein fyrir því í athugasemdunum við frumvarpið, hverjir þeir gallar eru og hversu úr þeim er bætt, og leyfi jeg mjer um það að vísa til athugasemdanna, sem jeg geng út frá sem sjálfsögðu, að háttv. deildarmenn hafi kynt sjer.

Frumvarpið er, eftir því, sem hæstvirtur fjármálaráðherra (M. G.) upplýsti við 1. umr., samið af kennaranum í borgararjetti við háskólann, Ólafi prófessor Lárussyni, og yfirfarið af stjórninni, og má því reiða sig á, að ákvæði þessi sjeu til bóta.

Hv. 1. landsk. þm. (S. F.) og jeg höfum borið frv. þetta saman við viðskiftalögin og dönsku lögin um sama efni, frá 6. apríl 1906, og fallist á allar þær breytingar, sem það felur í sjer. Leyfum við okkur því að ráða háttv. deild til að samþykkja frumvarpið óbreytt.