20.03.1922
Neðri deild: 27. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 531 í B-deild Alþingistíðinda. (525)

60. mál, einkaréttur til að selja allt silfurberg

Eiríkur Einarsson:

Jeg vildi aðeins leyfa mjer að gera stutta athugasemd út af ummælum hv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.).

Honum þótti það þröngsýni af mjer, að jeg vildi ekki leyfa sölu silfurbergs innanlands, en það, sem vakti fyrir mjer, var það, að tryggja söluna til útlanda eins vel og frekast mætti, en jeg tel hana ekki trygða nema þetta ákvæði sje hreint, því ella mundi fara hjer sem oftar, að undanskot yrðu tíð. Fyrir því er jeg móti brtt.

Ennfremur gat hv. þm. þess, að mikill hluti þessa silfurbergs væri hroði og ónothæft. Það er nú svo, að annaðhvort er það lítið eftirsótt innanlands eða að einnig má flytja það út, en það silfurberg, sem nú er útflutningsfært og dýr vara, á aðeins að ráða þessum lögum. Það er hyggja mín, að ef brtt. næði fram að ganga, myndi verslunarrefir beita sjer fyrir því að flytja út silfurberg með ýmsum krókabrögðum, sem brtt. hv. 1. þm. S.-M. myndi stofna til.