10.03.1922
Efri deild: 17. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 940 í B-deild Alþingistíðinda. (56)

Mannaskipti í nefndum

forseti (G. B.):

Þá liggur fyrir á þessum fundi að skipa menn í nefndir þær, sem hæstv. forsætisráðherra (S. E.) átti sæti í hjer í deildinni.

Þegar það hefir komið fyrir, að maður, sem sæti hefir átt á Alþingi, hefir orðið ráðherra, hefir það verið venja, að flokksmenn hafi nefnt menn í hans stað í nefndir þær, sem hann hefir verið í. Þær nefndir, sem hæstv. forsætisráðherra átti sæti í, voru fjárhagsnefnd og viðskiftamálanefnd, sem er lausanefnd. Jeg veit ekki hvort menn vilja sætta sig við þetta, og vil jeg því fyrst spyrja flokkinn, hvort hann hafi komið sjer saman um að skifta þessum störfum á milli sín. En sje það ekki, þá verður kosið.