27.02.1922
Neðri deild: 10. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 596 í B-deild Alþingistíðinda. (625)

19. mál, seðlaútgáfa Íslandsbanka

Pjetur Ottesen:

Það er að vísu rjett hjá hæstv. forsrh. (J. M.), að stjórnin hefir rjett til að krefjast umhugsunarfrests. En hinsvegar hefði hæstv. stjórn ekki þurft að koma það á óvart, þótt slík spurning yrði nú lögð fyrir hana eða hæstv. forsætisráðherra, sem er formaður bankaráðsins, jafnmikilli harðýðgi sem bankinn beitir viðskiftamenn sína í vaxtakjörum. Þess hefði því vissulega mátt vænta, að hæstv. forsætisráðherra væri þess ekki varbúinn að gefa upplýsingar um, hvað bankaráðið hefði aðhafst í þessu efni, ef nokkuð er. En væri nú svo, að ekkert hefði verið að gert, þá má ekki lengur við svo búið standa.