18.04.1922
Efri deild: 45. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 665 í B-deild Alþingistíðinda. (660)

19. mál, seðlaútgáfa Íslandsbanka

Björn Kristjánsson:

Jeg gerði ráð fyrir því við 2. umr. að koma með brtt. við c-lið 2. gr. í þá átt að hækka gjaldið til ríkissjóðs á síðustu ¼ miljóninni. En þegar jeg gætti nánar að, sá jeg, að ef þar yrði breytt, yrði jeg að breyta 2. málsgrein 1. greinar og lengja hana, eða jafnvel gera úr henni fleiri greinar, ef efni það, sem jeg giska á að hún eigi að segja, kæmi ljóst fram. En þar sem jeg er ósamþykkur auknum seðlaútgáfurjetti, þá gat jeg ekki gert þessa breytingu á málsgreininni, og verð þar af leiðandi að falla frá breytingunni við 2. gr.