03.03.1922
Neðri deild: 13. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 673 í B-deild Alþingistíðinda. (684)

27. mál, skipting Húnavatnssýslna í tvö kjördæmi

Bjarni Jónsson:

Jeg get verið stuttorður. Það er aðeins þrent, sem jeg ætla að segja. Í fyrsta lagi það, að sjálfsagt er að samþykkja þetta frv., sem hjer liggur fyrir. Í öðru lagi verð jeg að mótmæla því, sem hæstv. forsrh. (J. M.) sagði, ef hann hefir bendlað mig við það, að mjer sje áhugamál að þetta þing verði sem styst. Jeg hirði eigi um, hvort það er stutt eða langt, en hitt er mjer fyrir mestu, að það verði sem best. Í þriðja lagi verð jeg að mótmæla því, sem haldið var fram hjer, að heppilegast væri að hafa hlutfallskosningar um land alt.