24.03.1922
Efri deild: 28. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 680 í B-deild Alþingistíðinda. (702)

27. mál, skipting Húnavatnssýslna í tvö kjördæmi

Einar Árnason:

Í raun rjettri er jeg þeirrar skoðunar, að annaðhvort ætti alstaðar að vera einmenningskjördæmi, eða þá að kjördæmin væru svo stór, að þau hefðu ekki færri en 3–4 þingmenn, sem þá væru kosnir með hlutfallskosningu. En viðvíkjandi þessu frv. verð jeg að láta það í ljósi, að jeg álít undirbúninginn ekki sem bestan. Málinu liggur heldur ekkert á, og getur vel beðið næsta þings, þar sem engar kosningar eru nú fyrir dyrum.