27.02.1922
Neðri deild: 10. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 682 í B-deild Alþingistíðinda. (711)

34. mál, bæjarstjórn í Reykjavík

Flm. (Jón Baldvinsson):

Þetta frv. tekur eflaust lítinn tíma, þar sem breytingar þær, sem það hefir fram að færa, mega heita sjálfsagðar. Það er nú víðsvegar farið að viðhafa hlutfallskosningar, en hefir þó ekki hingað til verið gert í bæjarstjórn Reykjavíkur, vegna þess, að menn hefir greint á um það þar, hvort tilskipun 20. apríl 1872 heimili bæjarstjórninni að taka ákvæði um hlutfallskosningar upp í fundarsköp sín. Þetta frv. er fram komið til þess að taka af allan vafa í þessu efni, og vænti jeg, að það mæti ekki neinni mótstöðu.

Leyfi jeg mjer að mælast til, að því verði vísað til allsherjarnefndar að lokinni þessari umræðu.