17.03.1922
Neðri deild: 25. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 688 í B-deild Alþingistíðinda. (719)

34. mál, bæjarstjórn í Reykjavík

Frsm. minni hl. (Gunnar Sigurðsson):

Háttv. þm. Dala. (B. J.) tók af mjer ómakið að svara, enda hafa engar ástæður af viti komið fram móti því, að frv. nái fram að ganga, eins og vitanlegt var. Þetta mál er spurning um rjett eða rangt og er svo einfalt og augljóst, að háttv. þdm. er alveg óhætt að láta rjettlætistilfinninguna ráða. Og jeg vil minna háttv. þm. á, að hvar sem órjettur er framinn og Alþingi getur bætt úr, þar ber því skylda til að taka í taumana.