29.03.1922
Neðri deild: 35. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 696 í B-deild Alþingistíðinda. (741)

51. mál, skattur til sveitarsjóðs af lóðum og lendum í Húsavíkurhreppi

Ingólfur Bjarnarson:

Jeg gat þess við 2. umr., að við flm. mundum, ef til vill, koma fram með litla brtt. til 3. umr. Nú liggur hún hjer fyrir á þskj. 166. Brtt. þessi er aðeins orðabreyting. Okkur þótti orðalagið í 2. gr., „eða önnur samningsbundin jarðarafnot sje að ræða“, ekki vel heppilegt, þar sem 1. gr. takmarkar skattgreiðsluna við útmældar eða afmarkaðar lóðir eða lendur. Við leggjum því til að orða þetta eins og í brtt. segir.

Mjer hefir skilist, að háttv. fjárhagsnefnd sje ekki á móti þessari orðabreytingu, og vona jeg þá, að háttv. deild samþykki brtt. og afgreiði síðan frv. til háttv. Ed.