03.04.1922
Neðri deild: 39. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 711 í B-deild Alþingistíðinda. (809)

71. mál, kennsla heyrnar og málleysingja

Frsm. (Gunnar Sigurðsson):

Það þýðir ekki að deila lengi um þetta; en samkvæmt yfirlýsingu forstöðukonunnar þarf ekkert að auka við kenslukraftana. En eigi að taka blind og vitsljó börn með, þarf auðvitað að stækka skólann strax þegar úr raknar, en auðvitað þarf þá fjárveitingu þingsins til þess. En það er auðskilið mál, að sparnaður er að því að hafa allar deildirnar saman, og eins er það auðsætt, að betra er að taka börnin sem yngst í skólann.