11.04.1922
Efri deild: 42. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 719 í B-deild Alþingistíðinda. (842)

55. mál, sætýndir menn

Forsætisráðherra (S. E.):

Aðeins stutt athugasemd. Í raun og veru lít jeg svo á, að þetta frv. hefði átt að koma frá stjórninni, vegna nauðsynlegra rannsókna á innlendum og erlendum lögum, sem að þessu lúta.

Jeg hefi því miður ekki átt kost á að athuga þetta mál eins ítarlega og jeg hefði viljað og eins og nauðsyn er, en þó er nokkur bót í máli, að það hefir verið athugað af færum manni, en þó enganveginn svo, að stjórnin geti tekið ábyrgð á þeirri rannsókn.