13.03.1922
Efri deild: 19. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 726 í B-deild Alþingistíðinda. (856)

57. mál, sveitarstjórnarlög

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Það má nú heita svo, að háttv. 2. þm. S.-M. (S. H. K.) og háttv. 2. þm. G.-K. (B. K.) sjeu orðnir hvor öðrum samkvæmir og sammála, og má vel fallast á það. Aftur á móti kom mjer það ókunnuglega fyrir, þegar háttv. 4. landsk. þm. (G. G.) talaði fyrir frumvarpinu, en kemur svo með rökstudda dagskrá í samræmi við þál.till. frá í fyrra. Það er ekki gott að segja, hvað stjórnin kann að gera eða hvenær henni þóknast eða hefir tíma til að endurskoða sveitarstjórnarlögin öll í heild og koma fram með nýtt frumvarp í því máli. Jeg sje ekki, að háttv. þm. þurfi að hræðast það svo mikið að greiða þessu frv. atkvæði sitt og styðja að framgangi þess, fyrst hann telur breytingar þær, sem það gerir á sveitarstjórnarlögunum, rjettmætar.