15.03.1922
Efri deild: 20. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 730 í B-deild Alþingistíðinda. (865)

57. mál, sveitarstjórnarlög

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Jeg skal ekki fara mörgum orðum um þetta frv.; skal aðeins benda á brtt. frá landbúnaðarnefnd á þskj. 102. Mál þetta var allmikið rætt við 1. umr. og þá ljet jeg í ljósi fyrir nefndarinnar hönd, að hún væri ekki á móti því að taka aftur upp ákvæðið um útsvarsskyldu útvegsmanna, er útræði stunda í öðrum hreppi en þeir eru búsettir í, sem felt er úr eftir frv. háttv. 2. þm. G.-K. (B. K.). Því að það gerir minni breytingu á lögunum en annars hefði orðið. Annað, sem deilt var um frv. þetta við fyrstu umræðu, sá nefndin ekki ástæðu til að taka til greina.