10.04.1922
Neðri deild: 45. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 753 í B-deild Alþingistíðinda. (891)

57. mál, sveitarstjórnarlög

Pjetur Ottesen:

Það er ekki rjett hjá hv. 2. þm. Skagf., að hjer sje um nýjan skatt að ræða á þá, sem verða að leita slægna út fyrir sveitina. Hann hlýtur að vita, að svo er ákveðið í sveitarstjórnarlögum, að það ber að taka tillit til þess við niðurjöfnun heima fyrir, ef goldið hefir verið af einhverjum atvinnurekstri í öðrum hreppum; hjer er því ekki um nein aukin eða ný gjöld að ræða. Sem betur fer eru sumur eins og sumarið 1918 mjög sjaldgæf.