12.04.1922
Neðri deild: 47. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 758 í B-deild Alþingistíðinda. (897)

57. mál, sveitarstjórnarlög

Frsm. (Þorleifur Jónsson):

Mjer þótti gott að heyra, að það var ekki meiningin hjá þeim, sem fluttu brtt., að skaða sveitarfjelögin eða hafa af þeim útsvör. En þótt meiningin sje góð, þá fæ jeg ekki betur sjeð en svo nærri sje höggið sveitarfjelögunum, að þau fái engar tekjur af laxveiðinni. Það má koma svo stórfeldum veiðiskap undir veiði til skemtunar, og það er búið að staðfesta með dómi, að á slíkan veiðiskap verður ekki útsvar lagt.

Háttv. 2. þm. Skagf. (J. S.) kvaðst verða að greiða atkvæði á móti frv. eins og það væri nú orðið; talaði um, að hjer væri komið í öngþveiti og vildi vísa málinu til stjórnarinnar. Jeg hygg nú, að hjer sje ekki um svo mikið vandamál að ræða, að undirbúning af hálfu stjórnarinnar þurfi til. Það getur líka þá orðið ágreiningur jafnt eftir sem áður og ekki víst, að till. háttv. 2. þm. Skagf. kæmu þá fram. Jeg leyfi mjer að mæla með því, að háttv. deild samþykki frv. eins og það er.