04.04.1922
Neðri deild: 40. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 768 í B-deild Alþingistíðinda. (912)

68. mál, fræðsla barna

Sigurður Stefánsson:

Jeg ber fram brtt. á þskj. 175, sem fer fram á, að prestar fái greiddan ferðakostnað, er leiðir af prófdómarastarfi þeirra. Þetta er ekki nema sanngjarnt, því að þær ferðir geta haft talsverðan kostnað í för með sjer þar, sem prestaköllin eru víðáttumikil. Jeg veit, að það hefir oft kostað mig 15–20 krónur í mínu prestakalli, og hygg jeg, að svo muni vera víðar. Úr því að nefndin hefir orðið á eitt sátt um það, að prestar skyldu enga sjerstaka þóknun fá fyrir þennan starfa, þá finst mjer þó ekki mega minna vera en að þeir fái goldinn ferðakostnað sinn.