04.04.1922
Neðri deild: 40. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 776 í B-deild Alþingistíðinda. (919)

68. mál, fræðsla barna

Pjetur Ottesen:

Jeg skal ekki lengja umr. með skáldlegum lýsingum eins og hv. 1. þm. N.-M. (Þorst. J.), enda má jeg ekki gera nema stutta athugasemd. Það er hygginna manna háttur, þegar eigi er hægt að komast að settu marki, að komast þó eins langt og auðið er, í von um að takmarkið náist á þann hátt. Tillögur háttv. mentamálanefndar benda til þess, að fjárveitinganefnd hefir unnið mikið á, þó frv. hennar væri felt. Hún hefir unnið svo mikið á, að með þessu frv. er svo langt gengið frá því, sem fræðslulögin frá 1907 grundvallast á, að það gefur bestu vonir um, að jafnvel hv. frsm. sje algerlega að hverfa frá villu síns vegar og hallast að því, sem fjvn. telur bestu úrlausnina.