21.04.1922
Efri deild: 47. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 800 í B-deild Alþingistíðinda. (951)

68. mál, fræðsla barna

Guðmundur Ólafsson:

Jeg vil leiðrjetta það, sem hæstv. forsætisráðherra (S. E.) var að tala um, að skólatíminn yrði ekki nema 6 vikur. Þetta er misskilningur, því að hvergi er gert ráð fyrir styttri tíma en 12 vikum. Hann dregur þetta af því, sem hann mintist á, að börnin þyrftu ekki að ganga nema 6 vikur. En það er einmitt tekið fram í frv., að kenslan sje minst 12 vikur á ári.