21.04.1922
Efri deild: 47. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 801 í B-deild Alþingistíðinda. (953)

68. mál, fræðsla barna

Forsætisráðherra (S. E.):

Ræða háttv. þm. Snæf. (H. St.) sýndi fram á, að hjer væri um verulegt sparnaðaratriði að ræða, ef frv. þetta yrði samþykt. En sje fje sparað með þessu, þá sparast líka þekking. Hún hlýtur að minka um leið. Ræða hans sýndi það, að kröfurnar minka um helming, og er mikil spurning hvort þjóð vor þolir það.

Þá sagði hann, að ekki væri að marka, hvað kennararnir segðu um þetta mál, en jeg studdist við álit kennara kennaraskólans, sem vitanlega eiga ekkert á hættu, þótt þetta verði samþykt.