05.04.1922
Neðri deild: 41. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 811 í B-deild Alþingistíðinda. (974)

58. mál, atvinna við siglingar

Hákon Kristófersson:

Hv. frsm. hefir ekki tekist að hrekja þau ummæli mín, að þetta væri tryggingarráðstöfun og því væri órjettmætt að fresta henni. Sje það rjett, að þetta sje sparnaðarráðstöfun nú, þá er líka ástæða til að halda henni framvegis. Veit hv. frsm. líka, að jeg er ekkert hlyntur því, að prófin fari eingöngu fram í Reykjvík, heldur vil, að þau fari fram þar, sem þau hafa áður verið. En hitt vil jeg eigi, að nokkrum stöðum sje hjer veitt undanþága, nema því aðeins, að þau megi fara fram á hinum sömu stöðum og áður hefir verið.