05.04.1922
Neðri deild: 41. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 812 í B-deild Alþingistíðinda. (975)

58. mál, atvinna við siglingar

Frsm. (Ólafur Proppé):

Jeg vil enn taka það fram, að það er full trygging fyrir því, að prófin verði jafnörugg annarsstaðar eins og hjer í Reykjavík. Skólastjóri stýrimannaskólans tilnefnir formanninn og lögreglustjóri hina tvo. Er þetta einungis gert vegna hinna mörgu manna, sem nú eiga að taka prófið. En að 2 árum liðnum verða nægilega margir menn komnir, og viðkoman eftir það eðlileg, sennilega 20–30 manns á ári. Vona jeg, að háttv. þm. Barð. (H. K.) skiljist þetta.